Að lifa í tungumálinu
Afrakstur íslenskra prentara og útgefenda í Manitoba var ekki aðeins íslensk dagblöð, tímarit og bækur. Annars konar prentað efni á íslenskri tungu lék einnig veigamikið hlutverk.
Þegar komið var fram á níunda áratug 19. aldar voru Vestur-Íslendingar farnir að setja á svið leikrit og söngleiki. Á næstu áratugum stækkaði íslenska samfélagið í Winnipeg og sprúðlandi íslensk leiklistar- og tónlistarsena þreifst í borginni. Leikhúsmiðar, nótna- og textablöð voru afar mikilvæg þegar átti að setja á svið viðburði af þessu tagi í samfélaginu.
Thora Arnason minnist þátttöku sinnar í áhugamannaleiksýningu í Winnipeg. Hægt er að hlusta á viðtalið og lesa það í íslenskri þýðingu.
Til að anna eftirspurn á skrám og veggspjöldum þurftu skipuleggjendur hátíða og annarra menningarviðburða í íslenska samfélaginu m.a.s. að leita á náðir íslenskra prentara annars staðar í fylkinu. Og þegar sorgin knúði dyra var haft samband við næsta prentara til að prenta útfaraskrá.
Íslenskir prentarar í Manitoba voru einnig mikilvægir fyrir ráðamenn í fylkinu og alríkinu. Leiðtogar í íslenska samfélaginu og ríkisstjórnir gerðu sér fyllilega grein fyrir því, hversu mikilvægt það var að íslenskir innflytjendur gætu lesið ákveðin opinber gögn á sínu móðurmáli. Þessi skjöl gerðu íslenskum innflytjendum fært að aðlagast siðum, lögum og umhverfi á nýjum slóðum.



