Skip to main content

Að lifa í tungumálinu

Afrakstur íslenskra prentara og útgefenda í Manitoba var ekki aðeins íslensk dagblöð, tímarit og bækur. Annars konar prentað efni á íslenskri tungu lék einnig veigamikið hlutverk.

 

Gamalt leikskráarblað frá árinu 1936 á íslensku fyrir leikritið Stoðir Samfélagsins eftir Henrik Ibsen, sett á svið af Leikfélagi Sambandssafnaðar í Winnipeg, Manitoba. Í skránni eru taldir upp leikendur og hlutverk þeirra, með athugasemd um að húsgögn hafi verið fengin að láni frá Wilson’s Furniture Co.

Stoðir Samfélagsins eftir Henrik Ibsen, sett á svið á íslensku af Leikfélagi Sambandssafnaðar

Þegar komið var fram á níunda áratug 19. aldar voru Vestur-Íslendingar farnir að setja á svið leikrit og söngleiki. Á næstu áratugum stækkaði íslenska samfélagið í Winnipeg og sprúðlandi íslensk leiklistar- og tónlistarsena þreifst í borginni. Leikhúsmiðar, nótna- og textablöð voru afar mikilvæg þegar átti að setja á svið viðburði af þessu tagi í samfélaginu.

 

 

 

Thora Arnason minnist þátttöku sinnar í áhugamannaleiksýningu í Winnipeg. Hægt er að hlusta á viðtalið og lesa það í íslenskri þýðingu.

 

Forsíða Sönglaga eftir Gunnstein Eyjólfsson, gefin út í Winnipeg árið 1936. Hönnunin sýnir skrautlegan ramma og litla mynd af lýru.

Kápa Sönglaga eftir Gunnstein Eyjólfsson

Til að anna eftirspurn á skrám og veggspjöldum þurftu skipuleggjendur hátíða og annarra menningarviðburða í íslenska samfélaginu m.a.s. að leita á náðir íslenskra prentara annars staðar í fylkinu. Og þegar sorgin knúði dyra var haft samband við næsta prentara til að prenta útfaraskrá.

 

 

 

Mynd af þremur prentuðum dagskráblöðum sem bera merki aldurs. Á vinstri blaðinu er mynd af íslenska fánanum með bláum texta fyrir ofan og neðan. Miðblaðið sýnir mynd af breska, íslenska og ameríska fánanum með bláum texta fyrir ofan og neðan. Efri hluti hægri blaðsins sýnir mynd af stafni víkingaskips með fiska syndandi undir og tré í bakgrunni, með rauðum og bláum texta fyrir neðan myndina. Neðri hluti blaðsins sýnir hvítan texta á rauðum bakgrunni.

Þrjú dagskrárhefti Íslendingadagsins

 

 

Forsíða íslenskrar útgáfu frá árinu 1897 af Home Butter Making, Dairy Bulletin No. 5 frá Landbúnaðardeild Kanada, rituð af C. C. Macdonald og gefin út í Winnipeg, Manitoba. Kápan er blettótt og slitin af aldri.

Kápa Smjörgerðar heima, íslensk útgáfa

Íslenskir prentarar í Manitoba voru einnig mikilvægir fyrir ráðamenn í fylkinu og alríkinu. Leiðtogar í íslenska samfélaginu og ríkisstjórnir gerðu sér fyllilega grein fyrir því, hversu mikilvægt það var að íslenskir innflytjendur gætu lesið ákveðin opinber gögn á sínu móðurmáli. Þessi skjöl gerðu íslenskum innflytjendum fært að aðlagast siðum, lögum og umhverfi á nýjum slóðum.