Skip to main content

Að varðveita dýrmætasta arfleifðina

Útgáfa á íslenskri tungu í Manitoba

Frá upphafi áttunda áratug 19. aldar og allt þar til fyrri heimsstyrjöldin braust út fluttust þúsundir Íslendinga búferlum til Norður-Ameríku. Þeir settust að víða, norðan og sunnan landamæra Kanada og Bandaríkjanna, en flestir á svæði sem tilheyrir Manitoba og nágrenni í dag.

Ekki leið á löngu þar til Íslendingarnir fóru að gefa út dagblöð á sínu móðurmáli. Þau höfðu það hlutverk að halda Íslendingum upplýstum, stuðla að varðveislu tungunnar og aðlaga fólk að nýjum heimkynnum í Vesturheimi. Á næstu áratugum komu út fjölmörg íslensk tímarit, bækur og annað prentað mál.

Kröftug og fjölbreytt útgáfa á íslenskri tungu í Manitoba gerði Vestur-Íslendingum að kleift að fóta sig á ókunnum slóðum. Hún skipti höfuðmáli í þeirri viðleitni að viðhalda félagslegum, efnahagslegum, andlegum og menningarlegum tengslum þrátt fyrir miklar víðáttur — frá Manitoba og Minnesota til Bresku-Kólumbíu og Washington-fylkis.

Hér er á ferð saga úr samfélagi sem spannar áratugi og hverfist um útgáfu á íslenskri tungu í Manitoba. Um er að ræða stórmerka frásögn af tilraunum íslenskra innflytjenda til að varðveita það sem íslensk-kanadíska skáldið dr. S. E. Björnsson nefndi „arfurinn dýrsti frá ættlandsins strönd“ — íslenska tungu.

Byrja að lesa söguna

University of Manitoba Icelandic Special Collections.