Skip to main content

Fyrsta íslenska dagblaðið

Fyrsta íslenska dagblaðið í Norður-Ameríku kom út árið 1876. Um var að ræða handskrifað blað, Nýi Þjóðólfur. Ritstjóri þess, Jón Guðmundsson, gekk hús úr húsi í landnemabyggðum Nýja-Íslands til að vekja athygli á blaðinu og las upphátt úr því fyrir stærri hópa. Aðeins komu út nokkur tölublöð af Nýja Þjóðólfi. Eftirspurn var eftir blaði sem prentað væri í prentsmiðju.

 

Gamalt prentað vottorð frá Prentsfélagi Nýja Íslands með titlinum Munabrjef í Prentsfélagi Nýja Íslands miðjusettum efst á blaðinu. Skjalið inniheldur skrautlega áletrun merkt No. og texti er prentaður á íslensku með sérhlífuleturi. Á línunum eru handskrifaðar færslur sem tilgreina nöfn og fjárhæðir. Pappírinn er örlítið gulnaður af aldri og með nokkrum brúnum blettum. Neðst á síðunni er undirritun frá fulltrúa stjórnarmanna og skjölið er dagsett í Gimli.

Hlutabréf í Prentfélagi Nýja-Íslands

Hópur vesturfara stofnaði Prentfélag Nýja-Íslands í janúar árið 1877. Félagið var fjármagnað með hlutabréfum og kostaði hluturinn tíu dali. Sigtryggur Jónasson, Jóhann Briem og Friðjón Friðriksson voru í stjórn Prentfélags Nýja-Íslands. Urðu þeir sér úti um prentvél frá Minneapolis með hjálp séra Jóns Bjarnasonar. Prentsmiðjan var staðsett í bjálkakofa í landnemabyggðinni í Lundi, sem síðar var endurskírð Riverton.

 

Síða úr dagblaði sem hefur gulnað með aldrinum og sýnir þrjá mjóa textadálka prentaða með svörtu bleki. Titillinn Framfari er prentaður efst á síðunni í stóru gotnesku letri.

Fyrsta tölublað Framfara

Fyrsta tölublað dagblaðsins Framfara var prentað 10. september, 1877. Halldór Briem var ritstjóri en í fjarveru hans sá Sigtryggur um fyrstu átta tölublöðin. Yfirlýst markmið blaðsins var varðveisla íslenskrar tungu í Norður-Ameríku. Framfari var prentaður þrisvar í mánuði. Efnið kom úr ýmsum áttum: Staðbundnar fréttir í bland við fréttir af þjóðlegum og alþjóðlegum toga en einnig birtust þar greinar um landbúnað, þýðingar á opinberum tilkynningum frá ríkisvaldinu og skáldskapur.

 

Úrklippa úr dagblaði með svarthvítri ljósmynd af hópi aldraðs fólks standandi fyrir framan timburhús úr trjábolum. Sum standa en önnur sitja. Ein kona er að spinna ull.

Bjálkakofi frá Nýja-Íslandi endurgerður að fyrirmynd kofans þar sem Framfari var prentaður fyrst um sinn.

Síðla árs 1877 varð uppi fótur og fit í byggðum Nýja-Íslands vegna væringa innan mótmælendakirkjunnar. Séra Jón Bjarnason og séra Páll Þorláksson fóru í hár sama. Fáum kom á óvart að ritstjórn Framfara skyldi standa með þeim fyrrnefnda enda hafði hann hjálpað til við kaupin á prentsmiðjunni. Fyrir vikið hættu drógu margir af liðsmönnum séra Páls stuðning sinn við Framfara til baka og stór hluti þeirra fylgdi prestinum þegar hann flutti suður í Pembina-sýslu í Dakota árið 1880.

 

Handskrifuð bók með tveimur opnum síðum þar sem dálkar eru vandlega skipulagðir með línustrikum og snyrtilegri rithönd á íslensku.

Inngjöld hluthafa í Prentfélagi Nýja-Íslands

Trúardeilurnar og úrsagnirnar juku enn frekar á fjárhagsvanda Framfara. Þegar hæst stóð höfðu áskrifendur blaðsins verið um sex hundruð; helmingur þeirra var búsettur á Íslandi. Síðasta tölublað birtist 10. apríl, 1880. Íslendingar í Norður-Ameríku þurftu að bíða í meira en þrjú ár eftir næsta dagblaði á íslensku.

 

Skönnuð síða af fyrsta tölublaði Leifs. Titill blaðsins er feitletraður efst á síðunni, með upplýsingum um árgang og tölublað beint fyrir neðan. Síðan er þétt prentuð með mjóum, þéttsetnum textadálkum á íslensku. Fjólublár, sporöskjulaga stimpill sést efst vinstra megin.

Fyrsta tölublað Leifs

Arftaki Framfara leit dagsins ljós 5. maí, 1883. Blaðið Leifur var nefnt eftir Leifi heppna, ritstjóri þess var Helgi Jónsson. Leifur var vikulegur fjórblöðungur, blaðið hafði bækistöðvar í Winnipeg sem var á góðri leið með að verða „höfuðborg Íslands“ í Norður-Ameríku.

 

Margir fögnuði útgáfu Leifs. Skáldið Guttormur J. Guttormsson minntist þess, að foreldrar hans hefðu „borið Helga á höndum sér“. Aðrir gagnrýndu reynsluleysi Helga og ritstíl hans. Þá þótti úlit blaðsins ekki standast samanburð við Framfara. Síðasta tölublað Leifs leit dagsins ljós 4. júní, 1886. Helga hafði tekist að halda dagblaðinu á floti í rúm þrjú ár. Í dag er blaðið ekki eins vel þekkt og Framfari.