Römm er sú taug
Þrátt fyrir mikla fjarlægð í landfræðilegu tilliti varðveittu íslenskir rithöfundar í Norður-Ameríku djúp tengsl við bókmenntavettvanginn á gamla landinu.
Kunn skáld í Norður-Ameríku á borð við Guttorm J. Guttormsson, Stephan G. Stephansson, K.N. Júlíus, Sigurð Júlíus Jóhannesson, Jakobínu Johnson og Undínu (Helgu S. Baldvinsdóttur) gáfu öll út bækur sínar á Íslandi. Þá birtust verk þeirra í ýmsum bókmenntatímaritum vestanhafs.
Sama gildir um skáldsagnahöfunda á borð við Jóhann Magnús Bjarnason sem fæddur var á Íslandi, fluttist til Nova Scotia með foreldrum sínum og svo áfram til vesturs. Flestar skáldverk hans, t.a.m. hin kunna saga, Eiríkur Hansson, voru gefnar út á Íslandi.
Torfhildur Hólm, sem sumir vísa til sem fyrsta íslenska kvenskáldsagnahöfundarins birti einnig þónokkrar af sínum sögum á Íslandi á meðan hún bjó í Manitoba. Þá birti Guðrún H. Finnsdóttir frá Winnipeg tvö smásagnasöfn á Íslandi.

Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm (t.v.) með móður sinni Guðríði Torfadóttur (í miðju) og systur sinni Ragnhildi Þorsteinsdóttur (t.h.)
Bókmenntatengingin á milli Norður-Ameríku og Íslands virkaði í báðar áttir. Ein fyrsta íslenska ljóðabókin sem út kom í Manitoba var, svo dæmi sé tekið, úrval ljóða eftir hið ástsæla skáld, Jónas Hallgrímsson. Söngleikurinn Aldamót eftir Matthías Jochumsson kom einnig út í Winnipeg árið 1901. Matthías er kunnastur fyrir „Lofsöng“, þjóðsöng Íslendinga.
Eina Nóbelsskáld Íslendinga, Halldór Laxness, kemur einnig við sögu íslenskrar útgáfu í Manitoba. Sumarið og haustið 1927 dvaldi hann um nokkurra mánaða skeið í fylkinu. Halldór skrifaði nokkrar greinar í íslensku blöðin á meðan á dvölinni stóð, hann fór einnig í stutta upplestrarferð og las upp úr smásögu sinni „Nýa Ísland“. Um er að ræða dapurlega frásögn af baráttu innfluttra Íslendinga við að koma undir sig fótunum á bóndabýli í Riverton, Manitoba. Heimskringla birti söguna í október 1927.
Miðdepill íslenskra bókmennta í Norður-Ameríku var Manitoba og þessi bókmenntavettvangur markaði sér sína eigin, ótroðnu slóð. Íslendingar á gamla landinu voru eigi að síður mikilvægir lesendahópur fyrir íslenska höfunda í Norður-Ameríku. Bókmenntahneigðir Íslendingar í Norður-Ameríku voru einnig áhugasamir um bókmenntalandslagið í heimalandi sínu. Þessir tvískipti bókmenntavettvangur var líflegur og hélt samfélögum saman, þrátt fyrir að lönd og höf skyldu þau að.


