Skip to main content

Römm er sú taug

Þrátt fyrir mikla fjarlægð í landfræðilegu tilliti varðveittu íslenskir rithöfundar í Norður-Ameríku djúp tengsl við bókmenntavettvanginn á gamla landinu.

 

Svarthvít sporöskjulaga andlitsmynd af konu með alvarlegt svipmót. Hún er með liðað hár sett upp og klædd dökkum kjól með háum kraga og fellingum í efninu. Ljósmyndin hefur formlegt, stúdíókennt yfirbragð.

Undína (Helga S. Baldvinsdóttir), 1902

Kunn skáld í Norður-Ameríku á borð við Guttorm J. Guttormsson, Stephan G. Stephansson, K.N. Júlíus, Sigurð Júlíus Jóhannesson, Jakobínu Johnson og Undínu (Helgu S. Baldvinsdóttur) gáfu öll út bækur sínar á Íslandi. Þá birtust verk þeirra í ýmsum bókmenntatímaritum vestanhafs.

 

 

 

Síða úr handrituðu dagbókarriti Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, dagsett árið 1902. Færslan er skrifuð á íslensku með skrautlegu rithendi á línustrikað blað.

Dagbókarfærsla Jóhanns Magnúsar Bjarnasonar, 1902

Sama gildir um skáldsagnahöfunda á borð við Jóhann Magnús Bjarnason sem fæddur var á Íslandi, fluttist til Nova Scotia með foreldrum sínum og svo áfram til vesturs. Flestar skáldverk hans, t.a.m. hin kunna saga, Eiríkur Hansson, voru gefnar út á Íslandi.

Torfhildur Hólm, sem sumir vísa til sem fyrsta íslenska kvenskáldsagnahöfundarins birti einnig þónokkrar af sínum sögum á Íslandi á meðan hún bjó í Manitoba. Þá birti Guðrún H. Finnsdóttir frá Winnipeg tvö smásagnasöfn á Íslandi.

 

Sepíulituð söguleg ljósmynd sem sýnir þrjár íslenskar konur. Til vinstri stendur Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm í dökkum kjól með rykkingum; í miðjunni situr móðir hennar, Guðríður Torfadóttir, í mynstruðum pilsi og dökkum jakka; og til hægri stendur systir hennar, Ragnhildur Þorsteinsdóttir, í einfaldri blússu og svuntu. Myndin hefur sporöskjulaga umgjörð og endurspeglar íslenskan fatnað 19. aldar.

Torfhildur Þorsteinsdóttir Holm (t.v.) með móður sinni Guðríði Torfadóttur (í miðju) og systur sinni Ragnhildi Þorsteinsdóttur (t.h.)

Bókmenntatengingin á milli Norður-Ameríku og Íslands virkaði í báðar áttir. Ein fyrsta íslenska ljóðabókin sem út kom í Manitoba var, svo dæmi sé tekið, úrval ljóða eftir hið ástsæla skáld, Jónas Hallgrímsson. Söngleikurinn Aldamót eftir Matthías Jochumsson kom einnig út í Winnipeg árið 1901. Matthías er kunnastur fyrir „Lofsöng“, þjóðsöng Íslendinga.

 

Eina Nóbelsskáld Íslendinga, Halldór Laxness, kemur einnig við sögu íslenskrar útgáfu í Manitoba. Sumarið og haustið 1927 dvaldi hann um nokkurra mánaða skeið í fylkinu. Halldór skrifaði nokkrar greinar í íslensku blöðin á meðan á dvölinni stóð, hann fór einnig í stutta upplestrarferð og las upp úr smásögu sinni „Nýa Ísland“. Um er að ræða dapurlega frásögn af baráttu innfluttra Íslendinga við að koma undir sig fótunum á bóndabýli í Riverton, Manitoba. Heimskringla birti söguna í október 1927.

 

Íslensk dagblaðaauglýsing frá árinu 1927 sem birtir dagskrá lestrarferðalags Halldórs Kiljans Laxness í Manitoba. Dagsetningar eru: Gimli (1. september), Riverton (2. september), Winnipeg (6. september), Arborg (9. september) og Lundar (13. september). Í auglýsingunni kemur fram að lesturinn hefjist klukkan 8:30 að kvöldi, á eftir fylgi tónlist og dans, og að aðgangseyrir sé 50 sent. Auglýsingin er umlukin einfaldri skrautlínu.

Auglýsing úr Heimskringlu 24. ágúst 1927 sem kynnir lestrarferð Halldórs Kiljans Laxness í Manitoba

 

Miðdepill íslenskra bókmennta í Norður-Ameríku var Manitoba og þessi bókmenntavettvangur markaði sér sína eigin, ótroðnu slóð. Íslendingar á gamla landinu voru eigi að síður mikilvægir lesendahópur fyrir íslenska höfunda í Norður-Ameríku. Bókmenntahneigðir Íslendingar í Norður-Ameríku voru einnig áhugasamir um bókmenntalandslagið í heimalandi sínu. Þessir tvískipti bókmenntavettvangur var líflegur og hélt samfélögum saman, þrátt fyrir að lönd og höf skyldu þau að.