Skip to main content

Samfélagsbókasöfn

Ekki stóð hugur allra Íslendinga í Manitoba til þess að koma sér upp bókasöfnum á heimili sínu. Aftur á móti voru Íslendingasamfélög víðsvegar í fylkinu — þau stofnuðu sín eigin lestrarfélög og héldu úti bókasöfnum. Þessi bókasöfn skiptu sköpum, þau voru líflína fyrir margan Íslendinginn og styrktu vitund hans um eigið samfélag.

 

Árið 1915 voru að minnsta kosti nítján íslensk lestrarfélög í sveitum Manitoba. Fyrirkomulagið var gjarnan með þeim hætti að einstaklingur eða hópur kom með framlag. Fróðleikshvöt, svo dæmi sé tekið, var lestrarfélag sem stofnað var innan Íslendingasamfélagsins í Arborg, Manitoba, í mars 1908, með fjórtán dollara framlagi sem kom frá kvenfélagi staðarins.

 

Tveir dálkar af texta prentaðir með svörtu bleki á dagblaðspappír sem hefur gulnað og dofnað með aldrinum.

Listi yfir íslensk lestrarfélög í Norður-Ameríku árið 1916

Bókasafn Fróðleikshvatar, eins og önnur íslensk lestrarfélög, jók umsvif sín á næstu árum. Meðlimir skiptust á að hýsa safnið. Konan á heimilinu gekk í starf bókasafnsvarðar. Hún bar einnig fram kaffi og meðlæti, á öllum tímum dagsins, þegar fólk kom til að líta í bækurnar. Félagsskapur á borð við Fróðleikshvöt gerði oft meira en að sjá um bókasafnið. Hann skipulagði einnig tónleika og leiksýningar til að safna peningum til frekari bókakaupa.

 

Handskrifað tveggja síðna opna úr gamalli stílabók sem skráir bækur lesnar af íslenska lestrarfélaginu Morgunstjarnan. Listinn inniheldur íslenska titla og nöfn höfunda, með númeruðum færslum frá 27 til 77.

Handritaður listi frá íslenska lestrarfélaginu Morgunstjarnan

 

 

Handskrifuð síða úr 19. aldar bók merkt Grundvallarlög Lestrarfélagsins Aurora, skrifuð með fallegri íslenskri rithönd. Síðan lýsir nafni, tilgangi og félagsreglum félagsins og er dagsett efst á síðunni árið 1887.

Grundvallarlög Auroru, íslensks lestrarfélags, 1887

Frá og með árinu 1941 var ábyrgð og varsla bókasafns Fróðleikshvatar í höndum deildar innan Þjóðræknisfélags Íslands. Þegar ný deild innan Evergreen Regional Library var komið á laggirnar í gömlu járnbrautastöðinni í Arborg árið 1975 fékk bókasafnið sinn sérstaka stað á annarri hæð nýja safnsins. Svipuð örlög biðu Gimlilestrarfélagsins. Árið 1967 bauð félagið bókasafninu í Gimli allt safn sitt og myndar það nú „Gimli Icelandic Collection.“

Ljósmynd af þremur háum hillum í bókasafni eða skjalasafni, þétt fylltum af bókum. Flestar bækurnar eru eldri og bundnar í ríkum litum eins og rauðum, grænum, brúnum og svörtum, með hvítum merkimiðum á kili sem sýna skráningarupplýsingar. Sumar titlanna eru á íslensku. Bækurnar virðast vel varðveittar.

Íslensk safndeild Evergreen héraðsbókasafnsins

 

Í Winnipeg kom Framsóknarflokkurinn á fót fyrsta íslenska bókasafninu. Snemma á níunda áratug 19. aldar var því fundinn staður í salarkynnum safnsins við götu sem í dag nefnist Elgin Avenue. Jon Bjarnason Academy í Winnipeg, fyrsti og eini íslenski gagnfræðiskólinn í Norður-Ameríku, hýsti einnig bókasafn. Skólinn og bókasafn hans var fyrst um sinn á 720 Beverly Street áður en hvort tveggja var flutt í sína eigin byggingu árið 1923 á 652 Home Street.

 

Hrund Skulason minnist þess hvernig leiklistarfélag í sveitinni hjálpað til við að styrkja Lestrarfélag Geysis. Hægt er að hlusta á viðtalið og lesa það í íslenskri þýðingu.

 

Einn textadálkur á íslensku, prentaður með svörtu bleki á dofnuðum dagblaðspappír.

Bréf um stofnun íslensks bókasafns við berklahælið í Ninette

Annað stórmerkt íslenskt bókasafn var stofnað meðal Íslendinga í sveitum Ninette. The Ninette Sanatorium eða „San“ var berklahæli sem opnaði 1910. Sumarið 1913 stóð Runólfur Marteinsson frá Winnipeg fyrir söfnun í dagblaðinu Heimskringla til að koma á fót íslensku bókasafni í San. Þegar komið var fram í september hafði Runólfur safnað hátt í 60 dollara og fjölda bóka sem komið var til Ninette San. Í krafti þessa átaks gátu Íslendingar sem dvöldu á San gluggað í íslenskt lesefni.