Úr viðtali við Hrund Skulason, 1989

Mynd með leyfi frá Blair Swanson
Hljóðbrot: „The Winnipeg Icelanders“ – Hrund Skúlason, spóla 5 af 6, 12. mars 1989, Icelandic Canadian Frón safnið, Skjalasafn Manitoba (1990-204)
Ævi: Hrund Skulason fæddist á Akureyri 16. júní, 1908. Foreldrar hennar voru séra Adam Þorgrímsson og Sigrún Jónsdóttir úr Suður-Þingeyjarsýslu. Hrund lést 12. janúar, 2010.
Lengd: 2:18
Umritun á viðtali:
Laurence Gillespie, spyrill: Og Tímóteus Böðvarsson var nokkuð virkur í leiklistarstarfinu hér …
Hrund Skulason: Mjög virkur. Hann leikstýrði öllum verkunum sem sett voru upp í Geysi. Og Einar Benjamínsson var honum innan handar undir það síðasta.
Laurence Gillespie: Hvaðan heldur þú að þessi áhugi á leiklist hafi komið? Af hverju var hann svona áhugasamur?
Hrund Skulason: Jú, þeir sannreyndu að þetta væri besta leiðin til að afla fjár fyrir bókasafnið. Við reyndum að funda í ársbyrjun, eins snemma árs og okkur var unnt, og ákveða hvað yrði sett upp. Sýningin sem mér er minnisstæðust eru Vesturfararnir eftir Matthías Jochumsson. Fyrsta uppsetningin var Hertoginn frá Feneyjum eftir Jóhann Magnús Bjarnason árið 1933. Svo komu Vesturfararnir, þá Vistaskifti eftir Einar Kvaran. Vesturfararnir var heljarinnar uppfærsla. Mörg hlutverk sem þurfti að skipa í. Þetta var söngleikur, öðrum þræði. Síðustu tvær uppfærslurnar voru Orrusta á Hálogalandi and Pósturinn kemur. Það var sú síðasta, sú síðasta á íslensku.
Laurence Gillespie: Hvenær var Pósturinn kemur settur á svið?
Hrund Skulason: Fimmtíu og eitt.