New Iceland 1967
Mynd með leyfi frá Ríkisútvarpið (RÚV) og stafrænt unnið af Ryan Eric Johnson.
Myndskeið úr sjónvarpsheimildaþáttaseríunni Nýja Ísland (1967) þar sem rætt er við Árna Sigurðsson um komu fyrstu íslensku landnemanna til Nýja Íslands.
Lengd myndbands: 7:41
Lýsandi afrit:
[Myndin dofnar úr svörtu og sýnir mann með hvítt hár í jakkafötum og bindi sitjandi í trégrænum hækjustól. Myndavélin þysjar smám saman að andliti mannsins. Myndin er í svart-hvítu.]
Árni: Og komu þaðan austanað með járnbraut til Fisher Landings í Dakota. Þar dvöldu þeir um nokkurn tíma aðeins, ekki til þess að setjast að þar, heldur á meðan var verið að búa sig undir ferðina frá Fisher Landing og niður til Winnipeg. Fjagra manna nefnd hafði verið kosin af þeirra hálfu áður en þeir lögðu í þessa ferð, til þess að kanna svæðið — það líklegasta svæði við Winnipegvatn.
[Myndskeiðið sýnir kort sem nær yfir Winnipeg, Selkirk og suðurenda Winnipegvatns. Myndin færist upp og sýnir Nýja-Ísland á vesturströnd vatnsins. Gimli er einnig merkt á kortið.]
Árni: Því að þar var Sigtryggur Jónasson, sem var aðalforingi þessarar nefndar, og einnig stoð og stytta innflytjenda í mörg ár. Þeir völdu sjálfir svæðið fyrir innflytjendasvæðið, meðfram Winnipegvatni, sem að æskilegasti staður væri fyrir innflytjanda að setjast að.
[Myndskeiðið sýnir aftur nærmynd af sama manni.]
Árni: Þar sem hér fiskinn úr vatninu væri hér fjarska mikils virði, og margir af innflytjendum voru vanir sjósíðu á Íslandi. Því væri eins og — að nokkru leyti — væri landslagið þá meira við þeirra hæfi, að setjast að við vatnið.
Viðtalsmaður: Og hvað var það svo stór hópur sem settist að við vatnið?
Árni: Sá fyrsti var yfir 250 manns.
[Myndskeiðið dofnar í stutta stund yfir í svart og birtist síðan aftur með nærmynd af sama manni.]
Viðtalsmaður: Þetta var að haustlagi sem fyrsti hópurinn fór …?
Árni: Já.
Viðtalsmaður: Og hvernig var veðrið? Hvernig var aðbúnaður þessa fólks?
Árni: Já, hann var þannig, að þetta var seinast í október 1874 (), og útlitið var afar ískyggilegt. Það var mikið skýjafar og dimmur himinn; en sá ekki til sólar lengi fyrir þeirri aðkomu þar.
[Myndskeiðið sýnir málverk af hópi fólks sem lendir nokkrum bátum við strönd vatns. Þau hafa með sér ferðakistur, verkfæri og ýmsa muni. Sumt fólkið er klætt í hefðbundinn íslenskan þjóðbúning.]
Árni: Og eftir að þeir lentu þarna við Víðinesströndina, daginn eftir skall á iðulaus stórhríð. Og sá snjór sem haugaði niður leysti aldrei um veturinn — heldur bættist meira við. Og meðan karlmennirnir — sem var fyrsta verkið var að fara í skóginn og fella tré til að byggja bjálkakofa.
[Myndskeiðið sýnir aftur nærmynd af sama manni og færist síðan smám saman út.]
Árni: En á meðan — það tók náttúrulega langan tíma — héldu þeir, bæði kvenfólk og börn, og þeir sjálfir, héldu til í þessum flatbotna bátum. Sem að voru ræftir yfir og með ósköp einfalda eldavél í hverjum sem þeir höfðu keypt sér í Winnipeg. En nóg til að brenna vitanlega, svo að það héldi … og býsna notalegt, næturgisting og þannig.
Viðtalsmaður: Og að loknum þessum langa og harða vetri, þá kom heitt sumar?
[Myndskeiðið byrjar að færast hægt nær þar til það sýnir nærmynd af manninum.]
Árni: Já, það gerði það. En það sem að það heita sumar var allra verst við að mývargurinn ætlaði aldeilis hreint að drepa menn. Það var svo — að það er erfitt að gera sér grein fyrir slíku nú á dögum. En það gerði vothlendið, sjáið þið, á þessu svæði, að þetta var svo ógurlega mikið [af mýi]. Og sérstaklega fór það illa með alla unglinga og börn. Andlitin á þeim, og allt sem að flugan komst að, þetta var einlæg sár og upphlaup. Og báru þess ör alla sína ævi, þeir sem að lifðu af þessi fyrstu árin.
[Myndskeiðið sýnir vatnsflöt með strönd og trjám í baksýn og færist til vinstri. Það stöðvast þegar bryggja og tvö bátar birtast vinstra megin á myndinni.]
Sögumaður: Það voru 285 Íslendingar sem sigldu Brauðá á Winnipegvatn haustið 1875. Fimm árum áður höfðu fáeinir Íslendingar farið frá Íslandi og sest að í Wisconsin í Bandaríkjunum. En árin 1873 og 74 komu stærri hópar vestur um haf af Íslandi, og var ferðinni einnig heitið til Wisconsin.
Sumir breyttu þó fyrri áformum og fóru vestur í mitt Kanada og stofnuðu Nýja Ísland vestan við Winnipegvatn.
[Myndskeiðið sýnir síðan samansafn nútímamynda frá svæðinu Nýja-Íslandi, þar á meðal sveitabýli, vegi, hús og vatnið.]
Sögumaður: Flestir úr hópi íslensku landnemanna voru bændur og brautryðjendur í jarðyrkju á þessum slóðum. Aðrir veiddu fisk í vatninu.
Von bráðar var þarna stofnsett íslensk nýlenda, og nú beið íbúanna sama verkefni og landnámsmannanna á Íslandi á 10. öld: að gera lög fyrir landið. Þeir réðu eigin málum og kusu héraðsráð sem aðeins bar ábyrgð gagnvart stjórninni langt austur í Ottawa. Forseti héraðsráðsins var Sigtryggur Jónasson, sem var fyrsti Íslendingurinn er tók sæti á fylkisþinginu í Manitoba árið 1896, þegar sjálfstjórn Nýja Íslands var úr sögunni.
[Myndskeiðið dofnar yfir í svart.]