Auglýsingar í Tímariti Þjóðræknisfélags Íslendinga
Mynd birt með leyfi timarit.is
Auglýsingaopna þar sem íslensk fyrirtæki og erlend auglýsa í tölublaði Tímarits Þjóðræknisfélags Íslendinga frá 1920. Útgáfa í Manitoba reiddi sig gjarnan á auglýsingatekjur til að fjármagna starfsemi sína. Auglýsingar fyrirtækja sem ekki voru íslensk hafa væntanlega verið þýddar af ritstjórn blaðanna eða öðru starfsliði þeirra.