Úr viðtali við Olgu Skaftfeld, 1989

Mynd með leyfi frá timarit.is
Hljóðbrot: „The Winnipeg Icelanders“ – Olga Skaftfeld, spóla 1 af 2, 5. mars 1989, Icelandic Canadian Frón safnið, Skjalasafn Manitoba (1990-204)
Ævi: Olga Skaftfeld fæddist í Winnipeg í Manitoba þann 17. janúar, 1917. Foreldrar hennar voru Leifur Oddsson frá Winnipeg, Manitoba og Helga Vilhjálmsdóttir frá Húsavík. Stjúpmóðir hennar var Asta Austmann Oddson frá Winnipeg, Manitoba. Olga lést 22. október, 1997.
Lengd: 2:43
Umritun á viðtali:
Laurence Gillespie, spyrill: Hvert var álit móður þinnar á kosningarétti og kvenréttindum yfirleitt?
Olga Skaftfeld: Ja, hérna. Þarna opnaðir þú öskju Pandóru. Yngri systir mín er enn undir áhrifum af þessu. Móðir mín var með mjög sterkar skoðanir á þessu sviði. Og í raun skapraunaði það henni að vera kona, vegna þess að á þessum tíma var litið niður á konur. Það breyttist ekki fyrr en árið sem ég fæddist. Konur í Manitoba fengu kosningarétt á undan öllum öðrum.
Laurence Gillespie: Hvernig vissirðu að móðir þín hefði þessar skoðanir?
Olga Skaftfeld: Það birtist til dæmis í því, að hún var kennari og eftir síðari heimsstyrjöldina kenndi hún, hvað það nú heitir, uppgjafahermönnum; þeim sem sneru aftur …
Laurence Gillespie: Eftir seinni heimsstyrjöldina.
Olga Skaftfeld: Já, hún kenndi ensku fyrir gagnfræðiskóla. En henni var ekki borgað jafn mikið og körlunum.
Laurence Gillespie: Þannig að munurinn var enn til staðar.
Olga Skaftfeld: Hann var enn til staðar. Enn í dag.
Laurence Gillespie: Manstu eftir öðrum tilvikum þar sem móður þinni var mismunað í krafti kynferðis?
Olga Skaftfeld: Nei. Henni var að sumu leyti mismunað, en hún stóð sig eins og hver annar í barnauppeldinu.
Laurence Gillespie: Hvernig myndir þú lýsa viðhorfum föður þíns í garð kvenréttinda?
Olga Skaftfeld: Ekki gott að segja; ég man ekki eftir því að hann tjáði sína skoðun, en ég frétti að þegar afi kom 1888 hafi hann verið steini lostinn að komast að því að eiginkona hans væri ekki álitin manneskja, heldur hans eigin. Ég geri ráð fyrir að faðir minn hafi haft svipaðar skoðanir á hann.
Laurence Gillespie: Að hann hafi erft skoðanir föður síns?
Olga Skaftfeld: Það held ég, því þetta þekktist ekki á Íslandi. Það blés mér anda í brjóst að lesa í íslensku blöðunum um heimsókn sem einhver hafði farið til Íslands. Konurnar þar sögðu, „Ég hef heyrt að konurnar þurfi að taka upp nöfn manna sinna í Kanada. Það gæti ég aldrei gert.“ Ég er með þetta í mér vegna þess að ég vildi ekki heldur gefa eftir föðurnafnið mitt.
Laurence Gillespie: Var það erfitt, að gefa ekki eftir nafn sitt?
Olga Skaftfeld: Það var það þá, ég giftist ’37. Það féll í grýttan jarðveg hjá eiginmanni mínum og fjölskyldu hans. En ég vildi ekki breyta nafninu mínu. Ég skildi ekki hvers vegna ég ætti að gera slíkt. Ekki þurfti hann að gera það. Hann þurfti ekki að gera eina einustu breytingu á nafninu sínu.