Myndskeið úr sjónvarpsheimildaþáttaseríunni Vestur í bláinn (1976) þar sem rætt er við Salóme Johnson frá Vancouver í Bresku Kólumbíu. Samtöl myndbandsins hafa verið þýdd úr íslensku á ensku í lýsandi afriti hér að neðan.
Lengd myndbands: 2:16
[Myndbandið dofnar úr sorta yfir í konu með hvítt hár, gleraugu, bláhvítt mynstraðann kjól og hvítt hálsmen, sitjandi fyrir framan dökkgrænt limgerði.]
Salóme: Við fórum á skipið í Stykkishólmi, og nafnið á skipinu var Laura. Það fór allt í kringum landið. Það kom frá Reykjavík til Stykkishólms, fór allt í kringum landið, og fór svo næsta höfn frá Reykjavík til Skotlands. Þar fórum við á Allan-línunni til Ameríku.
Viðtalsmaður: Hvað heldurðu að siglingin frá Íslandi og vestur hafi tekið langan tíma?
Salóme: Ef ég man rétt, þá voru það þrjár vikur. Við fórum seint í júní — eða seinni partinn í júní — og komum til Winnipeg 15. júlí.
Viðtalsmaður: En eftir að þið komuð til Winnipeg — hvernig var þar um að litast, manstu eftir því?
Salóme: Við komum til skyldfólks, og okkur var tekið fjarska vel og leið vel í Winnipeg. Þau útveguðu okkur hús á meðan við vorum þar, í um það bil níu daga, þangað til að menn komu til að sækja okkur og fara með okkur út í sveitabyggðirnar.
Viðtalsmaður: Hvernig fóruð þið þangað norður eftir?
Salóme: Það voru tveir menn sem komu — annar kom á uxatími en hinn kom á hestatími — og þeir fluttu okkur.
Viðtalsmaður: Var það ekki dálítið torsótt, seinfarið?
Salóme: Nei, það var ágætt alla leið þangað.
Viðtalsmaður: Hvað voruð þið lengi?
Salóme: Við sváfum úti undir vögnunum á meðan, næturnar sem við vorum úti, okkur leið vel.
Viðtalsmaður: Manstu hvað þið voruð lengi þarna norður?
Salóme: Við vorum … það tók á þriðja degi. Við komum á þriðja degi og upp fer sólin.
Viðtalsmaður: Var þar mikið af Íslendingum fyrir?
Salóme: Það voru allt Íslendingar sem þá voru. Það voru ekki margir sem voru komnir til byggðarinnar en það voru allt Íslendingar, byggðu í kringum vatnið
Viðtalsmaður: Hvað ár var þetta?
Salóme: 1894.
[Myndbandið dofnar yfir í svart.]