Úr viðtali við Jorund Eyford, 1989

Mynd með leyfi frá Dr. Ryan Eyford
Hljóðbrót: „The Winnipeg Icelanders“ – Jórundur Eyford, spóla 1 af 4, 19. janúar 1989, Icelandic Canadian Frón safnið, Skjalasafn Manitoba (1990-204)
Ævi: Jorundur Eyford fæddist 2. ágúst 1910 á Siglunesi í Manitoba. Foreldrar hans voru Framar Jónsson úr Eyjafjarðarsýslu og Baldrún Jörundsdóttir úr Suður-Þingeyjarsýslu. Jörundur lést 4. maí, 1997.
Lengd: 2:24
Umritun á viðtali:
Laurence Gillespie, spyrill: Hve gamall varstu þegar þú fórst að lesa á íslensku?
Jorundur Eyford: Ég hef verið á skólaaldri þegar ég byrjaði á því.
Laurence Gillespie: Varstu nokkuð farinn að lesa á íslensku áður en þú byrjaðir í skóla?
Jorundur Eyford: Nei, alls ekki. Foreldrar voru ekkert að leggja of mikið á sig til að börnin þeirra lærðu íslensku. Við lærðum hana nú samt.
Laurence Gillespie: Hvaða bækur voru hafðar við höndina þegar þú lærðir íslensku? Var það einhver ákveðin bók sem foreldrar þínir studdust við?
Jorundur Eyford: Já, þeir áttu Stafrófskver. Nú og svo var Lögberg og Heimskringla. Og það var Sólskin, sem var hluti af Lögbergi. Það var fyrir unga fólkið.
Laurence Gillespie: Og hver ritstýrði því?
Jorundur Eyford: Dr. Johannesson var ritstjóri í upphafi, að mig minnir.
Laurence Gillespie: Og hver var hann?
Jorundur Eyford: Hann var mikilsvirtur læknir hér í Winnipeg.
Laurence Gillespie: Hafðir þú einhver persónuleg kynni af honum?
Jorundur Eyford: Ha?
Laurence Gillespie: Hafðir þú einhver persónuleg kynni af honum?
Jorundur Eyford: Lækninum? Já, mikil ósköp.
Laurence Gillespie: Hvernig kynntist þú honum?
Jorundur Eyford: Systir mín smitaðist af barnaveiki árið 1921 eða þar um bil. Hann kom á ásamt hesti og ekli, þeir fóru um fjörutíu mílna veg á eineykissleða. Þetta var í janúar, og honum tókst að bjarga henni. Og enginn annar smitaðist.
Jorundur Eyford: Hvers konar þóknun tók hann fyrir?
Laurence Gillespie: Ha?
Jorundur Eyford: Hvers konar þóknun tók hann fyrrir svona lagað?
Laurence Gillespie: Það man ég ekki. Ekillinn fékk 35 dollara … Það er það eina sem ég man. Svo voru læknirinn og faðir minn persónulegir vinir. Hann hefði aldrei þrýst á hann. Og hann var afar góður maður.