Mynd með leyfi frá timarit.is
Hljóðbrot: „The Winnipeg Icelanders“ – Caroline Gunnarsson, spóla 1 af 2, 27. nóvember 1988, Icelandic Canadian Frón safnið, Skjalasafn Manitoba (1990-204)
Úr viðtali við Caroline Gunnarsson, 1988

Ævi: Caroline Gunnarsson fæddist í Suður-Múlasýslu þann 21. september, 1903. Foreldrar hennar voru Gunnar Gunnarsson úr Gullbringusýslu og Gróa Þuríður Magnúsdóttir úr Suður-Múlasýslu. Caroline lést 20. mars, 1994.
Lengd: 2:29
Umritun á viðtali:
Laurence Gillespie, spyrill: Mér var sagt að það hefði verið hér bókabúð skammt hjá …
Caroline Gunnarsson: Ó, já. Það var góð bókabúð. Og bókband.
Laurence Gillespie: Á sama stað?
Caroline Gunnarsson: Á sama stað. Davíð Björnsson.
Laurence Gillespie: Þekktir þú hann?
Caroline Gunnarsson: Ó, já. Það gerði ég.
Laurence Gillespie: Hvað varð til þess að hann fór í rekstur bókabúðar?
Caroline Gunnarsson: Tja, ætli hann hafi ekki haft áhuga á slíkum rekstri. Og það var mikið … Mikil sala hjá þeim. Þar var hægt að kaupa íslensk jólakort, jólakort á íslensku. Og annað þvíumlíkt.
Laurence Gillespie: Og hversu lengi var búðin starfrækt? Hefur þú einhverja hugmynd um það?
Caroline Gunnarsson: Hún var starfrækt um nokkurt skeið. Þetta varð að samkomustað í þokkabót og fólki fannst gaman að ræða við Davíð.
Laurence Gillespie: Var nægilegt pláss?
Caroline Gunnarsson: Já, búðin var nokkuð rúmgóð.
Laurence Gillespie: Manstu hvernig hún var að innan?
Caroline Gunnarsson: Bókabúðin?
Laurence Gillespie: Já.
Caroline Gunnarsson: Ja, þetta var bara búð, skilurðu, með bókum við afgreiðsluborðið. Hann var … Ég skal sýna þér bók sem hann batt fyrir mig.
Laurence Gillespie: Það væri gaman að sjá.
Caroline Gunnarsson: Það er Skugga-Sveinn, skal ég þér segja.
Laurence Gillespie: Skugga-Sveinn! Bók við hæfi í menningarsetri eins og þessu. Var hann með einhvern fjárhagslegan stuðning, til hliðar við bókabúðina, eða var hún eina innkoma hans?
Caroline Gunnarsson: Ég veit nú ekki hvort hann hafði eitthvað annað.
Laurence Gillespie: Var hann með … Voru aðrir staðir á þessum tíma þar sem hægt var að kaupa íslenskar bækur?
Caroline Gunnarsson: Nei … Ég skal ekki segja … Þú gast pantað bækur. Oft kom fyrir að fólk auglýsti gamlar bækur í blaðinu, og þá var hægt að panta þær.
Laurence Gillespie: Var hann einhvern tímann með einhverja viðburði, á borð við bókakynningar eða annað slíkt í búðinni?
Caroline Gunnarsson: Ó, nei. Ég held hreinlega að enginn hafi … Það er nýtt af nálinni, að ég held, öll þessi bókakynning. Áritun og annað þvíumlíkt …
Laurence Gillespie: Hvað með bækur á ensku, voru þær seldar í búðinni?
Caroline Gunnarsson: Það held ég.