Stefan Jonasson: Viðtal, sjötti hluti

Lengd: 3:20
Umritun:
Stefan: Í dag er blaðið auðvitað alfarið á ensku, sú breyting hófst í smáum skrefum skömmu eftir að blöðin tvö sameinuðust árið 1959, jókst á sjöunda og áttunda áratugnum og fullkomnaðist á níunda áratugnum þegar íslenska var orðin að skrauti fremur en málinu sem fréttirnar voru sagðar á. Þegar sú breyting átti sér stað varð Lögberg-Heimskringla að dagblaði sem einblíndi á viðburði og fólk úr samfélaginu, kunna Íslendinga í Norður-Ameríku; stundum komu fréttir frá Íslandi en í auknum mæli voru þetta fréttir um Ísland á ensku. Það var nánast eins og á líftíma sínum hefði blaðið farið í 180 gráður. Áður leitaðist það við að færa Íslendinga samfélaginu nær enskumælandi heiminum og heimi annarra tungumála en nú færði það Íslendingasamfélaginu einkum fréttir úr eigin samfélagi, einkum af þekktum aðilum úr samfélaginu, merkum Íslendingum í Norður-Ameríku; stundum kom fréttaflutningur frá Íslandi og á íslensku en hann var í auknum mæli á ensku. Því má segja að á líftíma sínum hafi blaðið farið heilan hring: frá því að flytja Íslendingasamfélaginu einkum fréttir úr hinum enskumælandi heimi og heimi annarra tungna og yfir í að fjalla aðallega um nærumhverfi Íslendingasamfélagsins, vera eins konar fulltrúi Íslands í hinum enskumælandi heimi.
Áskrifendum prentmiðla fer fækkandi. Lesendahópurinn fer minnkandi. Og það á ekki einungis við um Lögberg-Heimskringlu. Það er eitthvað sem hrjáir hvert einasta dagblað í nánast öllum löndum heimsins. Við lifum á tímum þar sem dagblað í heimabyggð fer á hausinn í hverri viku. Prentmiðlun fer hnignandi. Áhugaverð aukning hjá Lögbergi-Heimskringlu á sér stað í lesendafjöldi utan Íslendingasamfélagsins, aukning sem er ótengd afkomendum fyrstu Vesturfarana. Þetta er fólk sem er með engan íslenskan bakgrunn eða fólk sem á íslenskan maka eða hefur heimsótt Ísland og er einfaldlega forvitið um menninguna og Ísland yfir höfuð. Á hverju ári bætast við áskrifendur úr þessum ólíklega ranni. Og ég held að í framtíðinni eigi þessi hópur eftir að leika æ mikilvægara hlutverk.